Skip to content

Trans Ísland Posts

Aðgengi í sund, íþróttir og fleira / Access to swimming pools, sports and more

Við höfum bætt við nýrri síðu á heimasíðuna undir Upplýsingaflipanum, en þar munum við setja inn lista yfir staði sem eru með aðgengi fyrir trans fólk, sérstaklega þegar kemur að skiptiklefum fyrir sund og aðrar íþróttir. Ef þú veist um íþróttafélög sem leggja sig fram við að bjóða trans fólk velkomið til sín, eða sundstaði sem eru með einstaklingsklefa sem trans fólk getur notað, endilega sendu okkur línu á stjorn@transisland.is ! Við viljum endilega geta gert þennan lista sem lengstan!

We have added a new page to our  website under the “Upplýsingar” drop down menu at the top of the screen, there will be a list there over places with access for trans people, especially related to changing room accessibility for swimming and other sports.
If you know of any Icelandic sports associations that put themselves forward in inviting trans people to be included, or a swimming pool we have missed that has changing rooms for trans people please email us at stjorn@transisland.is! We want to make this list as long as possible!

Comments closed

Nýir stjórnarmeðlimir

Í kvöld kaus félagsfólk nýja stjórnarmeðlimi og bjóðum við þau Arnar Má, Höllu Kötlu og Lóa Löve velkomin í stjórn, en þau munu gegna hlutverkum gjaldkera, meðstjórnanda og varaformanns í þeirri röð. Við munum uppfæra allar upplýsingar á heimasíðunni og fleira á næstu dögum á milli þess sem við undirbúum viðburði og gönguatriðið okkar fyrir Hinsegin daga sem hefjast í næstu viku!

Vonumst til að sjá ykkur sem flest í næstu viku og hlökkum til að byrja haustið og veturinn með ykkur!

Comments closed

Framlenging á fresti til framboða

Vegna dræmrar þátttöku höfum við ákveðið að framlengja frest fyrir framboð í stjórn til föstudagsins 28. júlí. Endilega sækið um – allar upplýsingar má finna hér!

//

The board has decided to extend the deadline for applications for seats on the board – it is now open till next Friday July 28th. Please apply, more information can be found here!

Comments closed

Lausar stöður í stjórn Trans Íslands

[English below]
Kæru félagar,
Vegna óviðráðanlegra ástæðna þurfa bæði Davíð Illugi, gjaldkerinn okkar, og Vallý, meðstjórnandi, að láta af störfum hjá stjórn. Við auglýsum því eftir umsóknum í þessar tvær stöður!

Trans Ísland á 10 ára afmæli í ár og það er margt sem okkur langar til að gera á árinu og ýmiss konar spennandi verkefni framundan – t.d. heimsókn erlendra gesta, landsþing trans fólks, aðalfundur IGLYO í Zagreb og margt fleira!

Endilega sendið okkur skilaboð á Trans Ísland eða stjorn@transisland.is ef þið hafið áhuga á að koma inn í stjórn fyrir 24. júlí nk. Hlökkum til að heyra frá ykkur!

//

Dear members,
For unforeseen reasons we have two places on the board opening up, as both Davíð Illugi (treasurer) and Vallý (general board member) need to leave. We are therefore looking for applications from our members for these two seats!

Trans Iceland is celebrating its 10th anniversary this year and there are lots of exciting projects coming up – such as visits from abroad, a national conference of trans people and IGLYO’s annual members’ conference in Zagreb!

Please send us a message on Trans Ísland or stjorn@transisland.is if you’re interested in joining the board before July 24th. Looking forward to hearing from you!

Comments closed

Kynsegindagurinn 2017

Bóndadagur og konudagur hafa verið haldnir hátíðlegir síðan um miðja 19. öld með svipuðum hætti og við þekkjum í dag. Áður tíðkaðist jafnvel að halda upp á yngismeyja- og yngissveinadag á sama hátt, en allir þessir dagar tengdust gamla dagatalinu okkar og var því breytilegt hvaða dag ársins þá bar upp miðað við okkar tímatal.

Síðustu tvö ár hafa Kynsegin Ísland og Trans Ísland haldið hátíðlegan kynsegindag, en hann er viðbót við bónda- og konudag og er nú haldinn síðasta dag einmánuðar, eða síðasta vetrardag. Með því að halda upp á þennan dag vonumst við til þess að hefð skapist fyrir því að bjóða kynsegin ástvinum mat, blóm eða annað fallegt og að sú hefð verði jafn sjálfsögð og hefðir konu- og bóndadagsins.

En hvers vegna er þörf á nýjum degi?

Á síðustu árum hefur kynsegin fólk loksins eignast orð til að lýsa því hvernig það upplifir sig. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að þessi hópur hafi ekki verið til áður, heldur eingöngu að hann átti engin orð til að tala um sig og var þess vegna ósýnilegur. Í dag er tilvist kynsegin fólks loksins komin fram á sjónarsviðið og kynsegin einstaklingar geta nú talað um kynvitund og kyngervi sitt eins og það er, án þess að þurfa að sætta sig við það að rangkynja sjálft sig til þess eins að fá að vera með í samfélaginu.

Ný persónufornöfn eins og hán, hín og hé hafa rutt sér rúms í tungumálinu og slík viðbót er gríðarlega mikilvæg til að skapa rými fyrir fólk sem tilheyrir ekki einungis kvenkyni eða karlkyni. Betur má þó ef duga skal og þess vegna viljum við bæta kynsegindeginum við þessa gömlu hefð. Þegar tungumálið og hefðirnar hafa samþykkt kynsegin fólk sem eðlilegan hluta samfélagsins mun það auðvelda öðrum að samþykkja kynsegin fólk. Með þessu móti getum við gert samfélag okkar opnara og gert það að verkum að hópur fólks mun ekki finna fyrir þörf til að bæla mikilvægan hluta af sjálfu sér til að falla í hópinn.

Gleðilegan kynsegindag!

Comments closed