Skip to content

Category: Fréttir

Aðalfundur Trans-Ísland 2015

Aðalfundur Trans-Ísland verður haldinn sunnudaginn 28.mars nk. kl. 15:00 á Kleppsvegi 72.

Fundardagskrá er samkvæmt lögum félagsins svohljóðandi:

1. Fundur settur.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.

3. Lögmæti aðalfundar staðfest.

4. Skýrsla stjórnar.

5. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.

6. Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikninga.

7. Lagabreytingar.

8. Kosning formanns, varaformanns, ritara, og gjaldkera og meðstjórnanda.

9. Kosning eins endurskoðanda skoðunarmanns reikninga.

10. Ákvörðun ársgjalds.

11. Önnur mál.

Aðeins gildir félagsmeðlimir hafa kosningarétt á aðalfundinum.

Birt með fyrirvara um breytingar.

Öll velkomin,
Stjórnin.

Comments closed

Frönsk kvikmyndahátíð – Mynd um trans fólk

Franska kvikmyndahátíðin gengur senn í garð og meðal mynda sem sýndar verða er Laurence Anyways eftir leikstjórann Xavier Dolan. Fögnum aukinni fjölbreytni og sýnileika trans fólks í kvikmyndum!

Myndin verður sýnd í Háskólabíói laugardagskvöldið n.k. kl:22:00. Stiklu og nánari upplýsingar um myndina má finna hér í hlekknum fyrir neðan

Frekari upplýsingar má finna hér.

Comments closed

Minningardagur transfólks

20. nóvember nk. mun Trans-Ísland efna til viðburðar í tilefni minningardags transfólks sem haldinn er ár hvert. Minningardagur transfólks er haldinn til að minnast þeirra sem hafa orðið fyrir fordómum, ofbeldi og jafnvel verið myrt fyrir kynvitund sína.

Dagurinn er haldinn víða um heim og var fyrst haldinn 1998 af Gwendolyn Ann Smith til að minnast Ritu Hester sem var myrt í Allston, Massaschusetts í Bandaríkjunum. Frekari upplýsingar um minningardaginn má finna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Transgender_Day_of_Remembrance

Trans-Ísland hefur undanfarin ár efnt til viðburðar og tengt við íslenskan veruleika. Transfólk verður fyrir miklum fordómum hérlendis annarsvegar í formi fordóma, mismununar og jafnvel ofbeldis vegna sinnar kynvitundar. Dagurinn er því ekki einungis haldinn til að vekja athygli á og minnast þeirra sem verða fyrir hræðilegum fordómum erlendis, heldur líka hérlendis.

Salurinn opnar kl. 16:30 og dagskráin hefst stundvíslega kl. 17:00

1. Formleg dagskrá byrjar, gestgjafi býður fólk velkomið; Ávarp frá Degi B. Eggertsyni, borgarstjóra Reykjavíkurborgar

2. Ávarp frá Ugla Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, formanni Trans-Ísland

3. Tónlistaratriði

4. Davíð Alexander – Reynslusaga

5. Reynslusaga – Freyja Dögg De Leon

6. Örn Danival – ljóðalestur

7. Minningarstund og formlegri dagskrá lýkur.

Boðið verður upp á veitingar eftir að formlegri dagskrá lýkur í Ráðhúsinu. Öll velkomin!

**Birt með fyrirvara um breytingar.

Comments closed

Aðalfundur Trans Íslands

Nú fer að koma að aðalfundi Trans Íslands. Það er ljóst að nokkrir eru að fara úr stjórn og vantar því tvímænalaust nýtt blóð í stjórnina og hvetjum við því sem flesta til að koma og bjóða sig fram í stjórn og hafa þar áhrif á starfið hjá okkur.
Fundurinn verður haldinn í Samtökunum 78 (Laugavegi 3) kl. 15:00 þann 23. mars. Ef ykkur vantar frekari upplýsingar um framboð þá má hafa samband við formann, Uglu Stefaníu Jónsdóttur.

Comments closed

Ný síða í loftið

Trans Ísland félagið er nú loks komið með sína eigin heimasíðu þar sem hægt verður að fylgjast með því sem er á döfinni auk þess að bæta aðgengi að upplýsingum á íslensku um trans.

Comments closed