Skip to content

Trans Ísland Posts

Svanhvít Ada tekur við starfi varaformanns

Eins og fram hefur komið á facebook síðu Trans Ísland hefur varaformaður okkar, Ugla Stefanía, látið af störfum vegna anna og breyttra aðstæðna.
Um leið og við þökkum Uglu innilega fyrir bjóðum við velkomna inn í stjórn Svanhvíti Ödu, en hún hefur starfað sem fulltrúi stjórnar í trúnaðarráði Samtakanna ’78 síðan í vor. Á þessum tíma hefur hún verið virk í alls kyns verkefnum innan félagsins og því getum við undirrituð verið viss um að hlutverk varaformanns er í öruggum höndum.

Alda Villiljós, Alexander Björn, Sandra Rós og Steina Dögg

me

Comments closed

Ugla Stefanía lætur af störfum

Ugla Stefanía hefur ákveðið að stíga til hliðar sem varaformaður Trans Íslands vegna anna og breyttra haga. Ugla hefur starfað fyrir og verið kennd við félagið með einum eða öðrum hætti síðan 2011. Hán hefur á þessum tíma aukið sýnileika og umræðu um stöðu trans fólks til muna og rutt brautina að mörgu leyti.

Við undirrituð í stjórn Trans Íslands viljum þakka Uglu kærlega fyrir samstarfið og og ekki síst allt það starf sem hán hefur innt af hendi fyrir félagið og félagsmenn og óskum háni alls hins besta við allt það sem hán tekur sér fyrir hendur.

-Alda Villiljós, Alexander Björn, Sandra Rós og Steina Dögg.

Mynd: Móa Gustum

Comments closed

Heilbrigðiskerfið og Trans Fólk

Trans Ísland gerði þetta myndband í samstarfi við Fox Fisher. Það var frumsýnt í dag á málþingi á jafnréttisdögum Háskóla Íslands um trans fólk og heilbrigðiskerfið.

This video was made in collaboration with Fox Fisher and was premiered this morning at a forum about trans people and the health care system in Iceland.

Comments closed

Dagatal

dagatal auglýsing2 s

Trans Ísland hefur ákveðið að gefa út dagatal fyrir árið 2017. Í því verða myndir af íslenskum trans einstaklingum og leitum við nú að þátttakendum!

 
Hver mánuður fær eina mynd af 1-2 manneskjum, en auk þess mun koma fram nafn viðkomandi, fornöfn og mögulega hvernig viðkomandi skilgreinir eigið kyn.
 
Tökudagar eru áætlaðir seinnipart ágúst í miðbæ Reykjavíkur, en við munum nýta okkur svæðið í kringum húsnæði Samtakanna og húsnæðið sjálft.
 
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að leggja okkur lið í þessu skemmtilega verkefni með því að senda tölvupóst á stjorn@transisland.is
Comments closed