Skip to content

Trans Ísland Posts

Kall eftir framboðum

Kæra félagsfólk

Við hvetjum ykkur til að bjóða ykkur fram til stjórnar Trans Íslands þann 18. febrúar næstkomandi. Þar sem mörg okkar úr stjórn ætlum ekki að bjóða okkur fram aftur þá er þetta gullið tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins.

Félagið hefur aldrei verið fjársterkara og ýmis yfirstandandi verkefni í gangi sem þurfa á nýju blóði að halda, t.d. gerð fræðslubæklings, landsfundur trans fólks og margt fleira. Einnig eru hér tækifæri til að vinna með alþjóðlegum samtökum á borð við IGLYO og TGEU sem felur í sér að mæta á ráðstefnur erlendis og er það að langmestum hluta niðurgreitt. Auk alls þessa er vert að minnast á vinnuferð stjórnar sem er ávallt lærdómsrík og skemmtileg og gefur stjórn tækifæri á að kynnast og undirbúa sig fyrir nýtt starfsár.

Ef þú hefur áhuga á að vera með í stjórn, sendu okkur póst á stjorn@transisland.is með framboðsyfirlýsingu.

Leitast er eftir framboðum í öll embætti: Formann, varaformann, meðstjórnanda, gjaldkera og ritara.

Smelltu hér fyrir viðburðinn fyrir aðalfundinn á Facebook!

Comments closed

Leitum að nýjum stjórnarmeðlim!

Stjórninni finnst leitt að tilkynna að Sandra Rós hefur þurft að stíga niður úr stjórn af persónulegum ástæðum, en vegna þessa erum við að leita að einhverjum sem er til í að taka sæti í stjórn fram á vor. Ef þú hefur áhuga, endilega sendu okkur póst á stjorn@transisland.is fyrir 1. janúar og segðu okkur aðeins frá þér og/eða af hverju þú myndir vilja vera í stjórn!

Á næsta félagsfundi, þann 4. janúar, munum við síðan kjósa um nýjan meðlim í stjórn og því mikilvægt að þið sendið póst tímanlega. Hlökkum til að heyra frá ykkur og sjáumst hress á nýju ári!

Comments closed

Trans Ísland 2017 Almanak

Jólagjöfin í ár er loksins komin.

Trans Ísland hefur ákveðið að gefa út almanak fyrir árið 2017 og inniheldur um 14 ljósmyndir af hinsegin fólki í trans samfélaginu á Íslandi. Allar myndir teknar af Öldu Villiljós. Almanakið hefur í fórum sér skrá yfir alla helstu alþjóðlegu hinsegin daga sem og almenna frí- og hátíðardaga.

Þessi fágæti gripur fæst á litlar 2500,- krónur eða 2000,- krónur fyrir félagsfólk sem hefur greitt félagsgjöld Trans Íslands. Ágóðinn af sölu almanaks fer svo í að styrkja Trans Ísland og þau verkefni sem félagið vinnur að til að styrkja stöðu trans fólks á Íslandi.

Hafið samband við Trans Ísland til að fá upplýsingar um hvar hægt er að nálgast dagatalið.

dagatal

Comments closed

Svanhvít Ada tekur við starfi varaformanns

Eins og fram hefur komið á facebook síðu Trans Ísland hefur varaformaður okkar, Ugla Stefanía, látið af störfum vegna anna og breyttra aðstæðna.
Um leið og við þökkum Uglu innilega fyrir bjóðum við velkomna inn í stjórn Svanhvíti Ödu, en hún hefur starfað sem fulltrúi stjórnar í trúnaðarráði Samtakanna ’78 síðan í vor. Á þessum tíma hefur hún verið virk í alls kyns verkefnum innan félagsins og því getum við undirrituð verið viss um að hlutverk varaformanns er í öruggum höndum.

Alda Villiljós, Alexander Björn, Sandra Rós og Steina Dögg

me

Comments closed

Ugla Stefanía lætur af störfum

Ugla Stefanía hefur ákveðið að stíga til hliðar sem varaformaður Trans Íslands vegna anna og breyttra haga. Ugla hefur starfað fyrir og verið kennd við félagið með einum eða öðrum hætti síðan 2011. Hán hefur á þessum tíma aukið sýnileika og umræðu um stöðu trans fólks til muna og rutt brautina að mörgu leyti.

Við undirrituð í stjórn Trans Íslands viljum þakka Uglu kærlega fyrir samstarfið og og ekki síst allt það starf sem hán hefur innt af hendi fyrir félagið og félagsmenn og óskum háni alls hins besta við allt það sem hán tekur sér fyrir hendur.

-Alda Villiljós, Alexander Björn, Sandra Rós og Steina Dögg.

Mynd: Móa Gustum

Comments closed