Skip to content

Trans Ísland Posts

Heilbrigðiskerfið og Trans Fólk

Trans Ísland gerði þetta myndband í samstarfi við Fox Fisher. Það var frumsýnt í dag á málþingi á jafnréttisdögum Háskóla Íslands um trans fólk og heilbrigðiskerfið.

This video was made in collaboration with Fox Fisher and was premiered this morning at a forum about trans people and the health care system in Iceland.

Comments closed

Dagatal

dagatal auglýsing2 s

Trans Ísland hefur ákveðið að gefa út dagatal fyrir árið 2017. Í því verða myndir af íslenskum trans einstaklingum og leitum við nú að þátttakendum!

 
Hver mánuður fær eina mynd af 1-2 manneskjum, en auk þess mun koma fram nafn viðkomandi, fornöfn og mögulega hvernig viðkomandi skilgreinir eigið kyn.
 
Tökudagar eru áætlaðir seinnipart ágúst í miðbæ Reykjavíkur, en við munum nýta okkur svæðið í kringum húsnæði Samtakanna og húsnæðið sjálft.
 
Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að leggja okkur lið í þessu skemmtilega verkefni með því að senda tölvupóst á stjorn@transisland.is
Comments closed

Fréttatilkynning vegna kynsegindagsins

villiljos.com
Kynsegindagurinn verður haldinn í annað sinn þann 20. apríl nk. Dagurinn er haldinn í anda konudagsins og bóndadagsins, en kynsegin fólk skilgreinir sig almennt utan þessara tveggja flokka og getur því oftast ekki tekið þátt í þeim dögum. Auk þess að hvetja fólk til að fagna kynsegin manneskjum í sínu lífi, t.d. með blómum, gjöfum eða almennt með fallegum orðum og/eða gjörðum, ætlar Kynsegin Ísland, í samstarfi við Trans Ísland, Wotever Iceland og Samtökin ’78 að halda upp á daginn með opinni fræðslu.

Fræðslan verður haldin í húsnæði Samtakanna ’78 að Suðurgötu 3, en hún verður á léttu nótunum og það verður opið fyrir hvers kyns spurningar eftir stutta kynningu á því hvað kynsegin er og hvað það þýðir að vera kynsegin. Við viljum hvetja sem flest til að koma á kynninguna og til að sækja sér fræðslu um hvað það er að vera kynsegin (e. genderqueer eða non-binary), t.d. í gegnum Kynsegin Ísland (facebook.com/nonbinaryiceland) eða Trans Ísland (transisland.is).

Húsið opnar klukkan 18 en fræðslan byrjar 18:30. Húsnæðið er aðgengilegt fyrir hjólastóla.

Comments closed

Ársskýrsla Trans Íslands 2015-2016

Aðalfundur Trans Íslands
Fundur settur 19. mars 2016, klukkan er 14:05, 12 manns mættir ásamt fundarstjóra.

 1. Fundur settur af formanni Trans Íslands, Elísu Björgu Örlygsdóttur-Husby. Fólk boðið velkomið og fundur byrjaði.
 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. Elísa leggur fram að Daníel Arnarson verði fundarstjóri og Elín Lára Baldursdóttir verði fundarritari. Fundur samþykkti tillögur og tók því Daníel Arnarson við.
 1. Lögmæti aðalfundar staðfest. Daníel Arnarson kannar lögmæti fundar. Lögmæti byggist á því hvort að aðalfundur var boðaður með 14 daga fyrirvara. Skv. facebook síðu félagsins var boðað til aðalfundar 29. febrúar 2016 og telst því löglega boðað til aðalfundar. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti og telst hann því lögmætur.
 1. Skýrsla stjórnar. Elísa, fráfarandi formaður, fór yfir skýrslu stjórnar og þá viðburði sem fóru fram á árinu.
 1. Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram. Steina Dögg gjaldkeri lagði fram reikninga og fór yfir liði hans. Engar athugasemdir voru gerðar við reikninginn.
 1. Umræða og atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og ársreikninga. Voru samþykkt einróma á fundi.
 1. Lagabreytingar. Engar lagabreytingar bárust fyrir árið 2016.
 1. Kosning formanns, varaformanns, ritara, og gjaldkera og meðstjórnanda. Sjálfkjörið var í öll embætti nema meðstjórnanda. Alexander Björn Gunnarson tók við sem formaður, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hélt áfram sem varaformaður og fjölmiðlafulltrúi, Steina Dögg Vigfúsdóttir hélt áfram sem gjaldkeri, Alda Villiljós tók við sem ritari og Sandra Rós Hrefnu Jónsdóttir var kosin meðstjórnandi.
 1. Kosning eins endurskoðanda skoðunarmanns reikninga. Daníel Arnarson var kosinn skoðunarmaður reikninga.
 1. Ákvörðun ársgjalds. Ákveðið var að því yrði ekki breytt. 2.500 kr. almennt gjald og 1.000 kr. Fyrir námsmenn, öryrkja og aldraða.
 1. Önnur mál.
 2. a) Kosning í trúnaðarráð Samtakanna ’78. Kosnar voru Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir og Þórunn Birna.
 3. b) Kosning í lagabreytingarnefnd. Kosin var Svanhvít Ada Sif Björnsdóttir sem mun vinna með stjórn að lagabreytingum.

Fundi slitið kl. 14:55.

Comments closed