Skip to content

Trans Ísland Posts

Frönsk kvikmyndahátíð – Mynd um trans fólk

Franska kvikmyndahátíðin gengur senn í garð og meðal mynda sem sýndar verða er Laurence Anyways eftir leikstjórann Xavier Dolan. Fögnum aukinni fjölbreytni og sýnileika trans fólks í kvikmyndum!

Myndin verður sýnd í Háskólabíói laugardagskvöldið n.k. kl:22:00. Stiklu og nánari upplýsingar um myndina má finna hér í hlekknum fyrir neðan

Frekari upplýsingar má finna hér.

Comments closed

Minningardagur transfólks

20. nóvember nk. mun Trans-Ísland efna til viðburðar í tilefni minningardags transfólks sem haldinn er ár hvert. Minningardagur transfólks er haldinn til að minnast þeirra sem hafa orðið fyrir fordómum, ofbeldi og jafnvel verið myrt fyrir kynvitund sína.

Dagurinn er haldinn víða um heim og var fyrst haldinn 1998 af Gwendolyn Ann Smith til að minnast Ritu Hester sem var myrt í Allston, Massaschusetts í Bandaríkjunum. Frekari upplýsingar um minningardaginn má finna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Transgender_Day_of_Remembrance

Trans-Ísland hefur undanfarin ár efnt til viðburðar og tengt við íslenskan veruleika. Transfólk verður fyrir miklum fordómum hérlendis annarsvegar í formi fordóma, mismununar og jafnvel ofbeldis vegna sinnar kynvitundar. Dagurinn er því ekki einungis haldinn til að vekja athygli á og minnast þeirra sem verða fyrir hræðilegum fordómum erlendis, heldur líka hérlendis.

Salurinn opnar kl. 16:30 og dagskráin hefst stundvíslega kl. 17:00

1. Formleg dagskrá byrjar, gestgjafi býður fólk velkomið; Ávarp frá Degi B. Eggertsyni, borgarstjóra Reykjavíkurborgar

2. Ávarp frá Ugla Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, formanni Trans-Ísland

3. Tónlistaratriði

4. Davíð Alexander – Reynslusaga

5. Reynslusaga – Freyja Dögg De Leon

6. Örn Danival – ljóðalestur

7. Minningarstund og formlegri dagskrá lýkur.

Boðið verður upp á veitingar eftir að formlegri dagskrá lýkur í Ráðhúsinu. Öll velkomin!

**Birt með fyrirvara um breytingar.

Comments closed

Ársreikningur 2014

 

Efnahagsreikningur TÍ
Eignir
Reik.nr.4911 Arionbanki 31.12.2013 Kr. 67.985
Skuldir 0
Eignir umfram skuldir ######### Kr.67.985
Tekjur
Félagsgjöld Kr. 14.500.00
Styrkir ”     38.750.00
Vinnutekjur ”     24.644.00
Ágóði af Bingói ”     16.700.00
Vextir af reik.nr4911 í Arionbanka ”           612.00
Tekjur v/minningadagur um transfólk ”        4.760.00
Samtals tekjur Kr.   99.966.00
Gjöld
Þjónustugjald Kr.     703.00
Kostnaður ”       5.658.00
Matvörur ”       4.031.00
Bankayfirlit ”           110.00
Bensínkostnaður v/gay pried ”       2.000.00
Framleiðslugjald ”       1.000.00
Einnota grill ”           900.00
Fánar ”     12.642.00
Trésköft v/fána ”       1.998.00
Merkipennar ”       1.995.00
T-bolir ”       3.990.00
Kostnaður v/heimasíðu ”     15.500.00
Fjármagnstekjuskattur ”           122.00
Samtals gjöld Kr.  50.649.00
Hagnaður ársins Kr.   49.317.00
Samtals Kr.    99.966.00
Comments closed

Skýrsla stjórnar TÍ 2014

Skýrsla stjórnar

  1. Félagið hélt áfram með mánaðarlega fundi og hélt úti fjölbreyttri dagskrá þar sem reynt var að ræða hin ýmsu málefni ásamt því að hafa skemmtikvöld á borð við spilakvöld og annað. Fundirnir voru oft vel sóttir og mörg ný andlit dúkkuðu upp hjá okkur þetta árið. Einnig var tekin umræða um að færa sig út í kvíarnar og fjalla meira um málefni transfólks sem skilgreinir sig utan flokka tvíhyggju kynjakerfisins.
  2. Hinsegin dagar og gleðigangan – Trans-Ísland var með atriði í gleðigöngu hinsegin daga sem heppnaðist ótrúlega vel og vakti mikla athygli. Einstaklingar í atriðinu voru klæddir í hvít föt og með hvítar grímur og teymdu hvort annað í bandi. Fremst voru svo tveir einstaklingar í svörtu sem voru með skilti sem stóðu á „fordómar.“ Hinir voru svo með spjöld af atburðum og fordómum sem að transfólk hefur orðið fyrir á Ísland. Atriðið vakti gríðarlega athygli og varð kveikjan af því að farið var í að tryggja transfólki einhverskonar refsivernd á Ísland.
  3. Minningardagur transfólks – Í fyrsta sinn á Íslandi var haldin formlegt athöfn á minningardegi transfólks í Fríkirkjunni, en skipulag var leitt af sameiginlegu teymi Trans-Ísland og Samtakanna 78, en í því sátu Ugla Stefanía og Örn Danival fyrir Trans-Ísland og Svandís Anna og Sigurður Júlíus fyrir Samtökin 78. Jón Gnarr borgarstjóri ávarpaði fundinn, ásamt ræðu frá formanni, minningarræðu frá Elísabetu Þorgeirsdóttur um Horst sem lést á Klambratúni og ræðum frá Önnu Kristjánsdóttur, Erni Danival og Ómel. Því næst var boðið til veislu í Samtökunum 78 og var vel mætt. Minningardagurinn heppnaðist ótrúlega vel og þarf að gera minningardaginn að stórum árlegum atburð.
  4.  Nefnd um málefni hinsegin fólks – Anna Kristjánsdóttir fékk boð fyrir hönd Trans-Ísland um að mæta á fund með alsherjarnefnd Alþingis að ræða um mögulega stofnun nefndar sem myndi vinna að málefnum hinsegin fólks. Anna Kristjáns og Ugla Stefanía fóru á fund og töluðu fyrir tillögunni, sérstaklega út frá stöðu transfólks sem er mjög veik. Í kjölfarið var tillagan samþykkt og fékk Trans-Ísland boð um að tilefna fólk í nefndina og voru Ugla Stefanía og Örn Danival tilnefnd fyrir hönd Trans-Ísland. Enn á eftir að heyrast frá Velferðarráðuneyti um stofnun nefndarinnar.
  5. Breytingar á hegningarlögum – 29. Janúar 2014 voru samþykktar breytingar á hegningarlögum, en það hafði meðal annars í för með sér að „kynvitund“ var bætt inn í upptalningu sem þýðir að í fyrsta skipti á Íslandi nýtur transfólk einhverskonar refsiverndar á Íslandi. Gott skref í rétta átt en margt sem þarf að vinna að. Vettvangur til að knúa fram breytingar verður eflaust nefnd sem fjallar um málefni hinsegin fólks.
  6. Ný heimasíða komin í loftið – loks er ný heimasíða komin í loftið. Einföld, þægileg og vel sniðin. Hefur fengið ágætis mótttökur en þarf enn að formlega kaupa lén.
Comments closed