Aðalfundur Trans-Ísland 2015
Fundur settur 15:14.

Mætt eru: Ugla, Elísa, Sara, Davíð, Örn, Sandra, Karel, Steina og Þórunn Birna.

  1. Fundur var settur og Ugla Stefanía kosin fundarritari og Anna Margrét Grétarsdóttir fundarstjóri. Lögmæti fundar var staðfest.
  2. Ugla Stefanía formaður fór með skýrslu stjórnar (verður aðgengileg inn á heimasíðu félagsins, trans.samtokin78.is).
  3. Endurskoðaðir reikningar voru lagðir fram og fór Elísa gjaldkeri yfir skýrsluna. Engar athugasemdir voru gerðar við ársreikninga og var samþykkt einróma.
  4. Engar lagabreytingar voru lagðar fram né bárust fyrir tilsettan tíma. Engar lagabreytingar gerðar á þessum.
  5. Kosningar fóru fram og voru eftirfarandi aðilar kosnir í stjórn: Elísa Björg sem formaður, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem varaformaður, Steina Dögg sem gjaldkeri, Sara Stefanía sem ritari og Davíð Alexander kosinn meðstjórnandi.
  6. Anna Margrét Grétarsdóttir kosin sem skoðunarkona reikninga.
  7. Ársgjaldi er haldið óbreytt; 2.500 kr. almennt gjald og 1.000 kr. fyrir námsmenn.
  8. Önnur mál –

a) Elísa undirstrikar mikilvægi þess að skipuleggja og halda utan um atriði á Hinsegin dögum. Ugla leggur til að Trans-Ísland verði með einhverskonar viðburð á Hinsegin dögum líka og þetta verði gert vel á þessu ári til að auka sýnileika félagsins út á við.

b) Fríða, Adrian og Pumpkin lögðu til að halda einhverskonar listasýningu.

c) Borin var upp tillagan að kjósa fólk í að sjá til þess að skipuleggja atriði fyrir gönguna á Hinsegin dögum. Þórunn Birna, Adrian&Fríða&Pumpkin, Sandra Rós, Anna Margrét og Davíð Alexander. Davíð býr til feisbúkk hóp fyrir skipulagninguna.

d) Örn Danival leggur til að atriði á hinsegin dögum verði mun gleðilegra frekar en pólítískt. Adrian leggur fram hugmyndina „Free as a Bird.“

e) Rætt var um húsnæði Samtakanna 78 sem munu opna eftir einn og hálfan mánuð skv. aðalfundi Samtakanna 78, 21. mars síðastliðinn.

f) Sandra Rós lýsir áhuga á að fara í að uppfæra og betrumbæta síðuna og bæta efni í samstarfi við Uglu.

Fundi slitið kl. 15:58.