Skip to content

Tag: stjórn

Nýir stjórnarmeðlimir

Í kvöld kaus félagsfólk nýja stjórnarmeðlimi og bjóðum við þau Arnar Má, Höllu Kötlu og Lóa Löve velkomin í stjórn, en þau munu gegna hlutverkum gjaldkera, meðstjórnanda og varaformanns í þeirri röð. Við munum uppfæra allar upplýsingar á heimasíðunni og fleira á næstu dögum á milli þess sem við undirbúum viðburði og gönguatriðið okkar fyrir Hinsegin daga sem hefjast í næstu viku!

Vonumst til að sjá ykkur sem flest í næstu viku og hlökkum til að byrja haustið og veturinn með ykkur!

Comments closed

Framlenging á fresti til framboða

Vegna dræmrar þátttöku höfum við ákveðið að framlengja frest fyrir framboð í stjórn til föstudagsins 28. júlí. Endilega sækið um – allar upplýsingar má finna hér!

//

The board has decided to extend the deadline for applications for seats on the board – it is now open till next Friday July 28th. Please apply, more information can be found here!

Comments closed

Lausar stöður í stjórn Trans Íslands

[English below]
Kæru félagar,
Vegna óviðráðanlegra ástæðna þurfa bæði Davíð Illugi, gjaldkerinn okkar, og Vallý, meðstjórnandi, að láta af störfum hjá stjórn. Við auglýsum því eftir umsóknum í þessar tvær stöður!

Trans Ísland á 10 ára afmæli í ár og það er margt sem okkur langar til að gera á árinu og ýmiss konar spennandi verkefni framundan – t.d. heimsókn erlendra gesta, landsþing trans fólks, aðalfundur IGLYO í Zagreb og margt fleira!

Endilega sendið okkur skilaboð á Trans Ísland eða stjorn@transisland.is ef þið hafið áhuga á að koma inn í stjórn fyrir 24. júlí nk. Hlökkum til að heyra frá ykkur!

//

Dear members,
For unforeseen reasons we have two places on the board opening up, as both Davíð Illugi (treasurer) and Vallý (general board member) need to leave. We are therefore looking for applications from our members for these two seats!

Trans Iceland is celebrating its 10th anniversary this year and there are lots of exciting projects coming up – such as visits from abroad, a national conference of trans people and IGLYO’s annual members’ conference in Zagreb!

Please send us a message on Trans Ísland or stjorn@transisland.is if you’re interested in joining the board before July 24th. Looking forward to hearing from you!

Comments closed

Aðalfundur 2017

Aðalfundur félagsins var haldinn í dag og ný stjórn kosin inn, en hún er svohljóðandi:

Formaður – Alda Villiljós
Varaformaður – Guðrún Sæborg
Gjaldkeri – Davíð Illugi
Ritari – Saga Eir
Meðstjórnandi – Vallý

Fulltrúar félagsins í trúnaðarráð Samtakanna ’78 eru Alexander Björn og Halla Katla.

Frekari upplýsingar um stjórnarmeðlimi og netföng verða uppfærð á síðunni á næstu dögum en sem og alltaf er hægt að hafa samband við stjórnina á netfangið stjorn@transisland.is

Við þökkum fráfarandi stjórn kærlega fyrir vel unnin störf og hlökkum til að taka þátt í félagsstarfinu næsta árið!

Kveðja,
Stjórnin

Comments closed

Kall eftir framboðum

Kæra félagsfólk

Við hvetjum ykkur til að bjóða ykkur fram til stjórnar Trans Íslands þann 18. febrúar næstkomandi. Þar sem mörg okkar úr stjórn ætlum ekki að bjóða okkur fram aftur þá er þetta gullið tækifæri til að gefa af sér til samfélagsins.

Félagið hefur aldrei verið fjársterkara og ýmis yfirstandandi verkefni í gangi sem þurfa á nýju blóði að halda, t.d. gerð fræðslubæklings, landsfundur trans fólks og margt fleira. Einnig eru hér tækifæri til að vinna með alþjóðlegum samtökum á borð við IGLYO og TGEU sem felur í sér að mæta á ráðstefnur erlendis og er það að langmestum hluta niðurgreitt. Auk alls þessa er vert að minnast á vinnuferð stjórnar sem er ávallt lærdómsrík og skemmtileg og gefur stjórn tækifæri á að kynnast og undirbúa sig fyrir nýtt starfsár.

Ef þú hefur áhuga á að vera með í stjórn, sendu okkur póst á stjorn@transisland.is með framboðsyfirlýsingu.

Leitast er eftir framboðum í öll embætti: Formann, varaformann, meðstjórnanda, gjaldkera og ritara.

Smelltu hér fyrir viðburðinn fyrir aðalfundinn á Facebook!

Comments closed