Skip to content

Um félagið

Trans-Ísland var stofnað árið 2007 og hefur verið starfrækt síðan þá. Félagið eru stuðnings- og baráttu samtök fyrir trans fólk á Íslandi og hefur í gegnum tíðina verið helstu málsvari trans fólks á Íslandi.

Félagið heldur úti mánaðarlega fundi og hittast oftast í húsnæði Samtakanna ’78 á Suðurgötu 3. Viðburðir eru auglýstir á facebook síðu félagsins. Öll þau sem að eru í hugleiðingum, vantar fræðslu eða langar að kynnast öðru trans fólki er velkomið að mæta. Félagið tekur einnig virkan þátt í Hinsegin dögum og heldur minningardag trans fólks ár hvert.

Félagið vinnur talsvert að fræðslustarfsemi og bendum við á að hafa samband í síma 846 3400 (Alda) eða senda tölvupóst á stjorn@transisland.is.

Stjórnarmeðlimir:
Formaður
Alda Villiljós
Varaformaður
Guðrún Sæborg Ólafsdóttir
Gjaldkeri
Davíð Illugi
Ritari
Saga Eir Svanbergsdóttir
Meðstjórnandi
Valgerður Hirst Baldurs