Skip to content

Aðstandendur

Oft er ekki síður mikilvægt fyrir aðstandendur að leita sér ráðgjafar, fræðslu og stuðnings. Samtökin ’78 eru með í boði fría ráðgjafa þjónustu fyrir fólk sem þarfnast ráðgjafar varðandi málefni sem tengjast hinsegin fólki og er hægt að hafa samband við þau á skrifstofa@samtokin78.is og/eða radgjof@samtokin78.is og panta tíma.

Sigga Birna Valsdóttir, ráðgjafi hjá Samtökunum ’78, hefur haldið úti aðstandendahóp fyrir aðstandendur trans fólks sem og hóp fyrir trans börn og unglinga. Hægt er að hafa samband við Siggu Birnu í tölvupósti, radgjof@samtokin78.is, og fá aðgang að hópnum.

Trans Ísland heldur líka öðru hvoru sérstaka fundi tileinkaða aðstandendum. Þeir eru auglýstir sérstaklega hér á síðunni og facebook síðu félagsins.