Minningardagur transfólks

By 4. nóvember, 2014apríl 26th, 2019Fréttir

20. nóvember nk. mun Trans-Ísland efna til viðburðar í tilefni minningardags transfólks sem haldinn er ár hvert. Minningardagur transfólks er haldinn til að minnast þeirra sem hafa orðið fyrir fordómum, ofbeldi og jafnvel verið myrt fyrir kynvitund sína.

Dagurinn er haldinn víða um heim og var fyrst haldinn 1998 af Gwendolyn Ann Smith til að minnast Ritu Hester sem var myrt í Allston, Massaschusetts í Bandaríkjunum. Frekari upplýsingar um minningardaginn má finna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Transgender_Day_of_Remembrance

Trans-Ísland hefur undanfarin ár efnt til viðburðar og tengt við íslenskan veruleika. Transfólk verður fyrir miklum fordómum hérlendis annarsvegar í formi fordóma, mismununar og jafnvel ofbeldis vegna sinnar kynvitundar. Dagurinn er því ekki einungis haldinn til að vekja athygli á og minnast þeirra sem verða fyrir hræðilegum fordómum erlendis, heldur líka hérlendis.

Salurinn opnar kl. 16:30 og dagskráin hefst stundvíslega kl. 17:00

1. Formleg dagskrá byrjar, gestgjafi býður fólk velkomið; Ávarp frá Degi B. Eggertsyni, borgarstjóra Reykjavíkurborgar

2. Ávarp frá Ugla Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur, formanni Trans-Ísland

3. Tónlistaratriði

4. Davíð Alexander – Reynslusaga

5. Reynslusaga – Freyja Dögg De Leon

6. Örn Danival – ljóðalestur

7. Minningarstund og formlegri dagskrá lýkur.

Boðið verður upp á veitingar eftir að formlegri dagskrá lýkur í Ráðhúsinu. Öll velkomin!

**Birt með fyrirvara um breytingar.